Fordómafulla smáþjóðin í norðri
Það er þá orðið opinbert: Íslendingar eru ekki lengur "hipp og kúl" heldur kreddufullir smáborgarar á eyju langt úti í hafi þar sem dýrtíðin er ævarandi árstíð.
Klámfólkið má ekki koma í hóp til Íslands. Og bara helst ekki koma yfir höfuð. Allavega ekki gista á "virðulegum" hótelum. Kannski ekki heldur á tjaldsvæðinu í Laugardal. Því fólk sem hefur áhuga á klámi er sko ekki velkomið hér. En bandarískir útlagar (Bobby Fisher) og erlendir ofsastjórnmálamenn (forseti Kína) eru velkomnir. Og vinum hins íslenska forsetavalds skyldi enginn mótmæla!
Kannski má snúa þessari þjóðarstefnu upp í allsherjar lygavef þar sem Íslendingum er talin trú um að þeir séu hreint út sagt aaæææði og að aaallir elski okkur. T.d. væri hægt að skylda alla blaðamenn, komi þeir tveir eða fleiri saman, til að skrifa eina grein um hversu frábær og fögur land & þjóð eru, og fá hana birta í Reykjavík Grapevine. Algjörlega óháð því hvort þessir blaðamenn séu komnir hingað í sumarfrí eða í persónulegum tilgangi. Og því líkt egóbúúst sem slíkar greinar yrðu! Vítamínsprauta fyrir smáþjóð með smáþjóðarkomplexa.
Ég vona að Bændasamtökin (sem eiga Hótel Sögu) verði illa úti í sumar fyrir það að geta ekki staðið með sínum gestum. Og ég vona að íslenskir stjórnmálamenn lendi í því í sínum næstu heimsóknum erlendis að vera spurðir hvort Íslendingar muni héreftir óska þess að fólk útlisti nákvæmlega atvinnu, áhugamál og tilgang komu sinnar við kaup á farseðli til Íslands. Og ég vona að fræga fólkið hætti að koma hingað til lands, svo að Íslendingar átti sig á því að Ísland er ekki hipp og kúl, heldur bara lítið land byggt fámennri þjóð með svo stórt egó að það skyggi á raunsæi þeirra.
Klámfólkið má ekki koma í hóp til Íslands. Og bara helst ekki koma yfir höfuð. Allavega ekki gista á "virðulegum" hótelum. Kannski ekki heldur á tjaldsvæðinu í Laugardal. Því fólk sem hefur áhuga á klámi er sko ekki velkomið hér. En bandarískir útlagar (Bobby Fisher) og erlendir ofsastjórnmálamenn (forseti Kína) eru velkomnir. Og vinum hins íslenska forsetavalds skyldi enginn mótmæla!
Kannski má snúa þessari þjóðarstefnu upp í allsherjar lygavef þar sem Íslendingum er talin trú um að þeir séu hreint út sagt aaæææði og að aaallir elski okkur. T.d. væri hægt að skylda alla blaðamenn, komi þeir tveir eða fleiri saman, til að skrifa eina grein um hversu frábær og fögur land & þjóð eru, og fá hana birta í Reykjavík Grapevine. Algjörlega óháð því hvort þessir blaðamenn séu komnir hingað í sumarfrí eða í persónulegum tilgangi. Og því líkt egóbúúst sem slíkar greinar yrðu! Vítamínsprauta fyrir smáþjóð með smáþjóðarkomplexa.
Ég vona að Bændasamtökin (sem eiga Hótel Sögu) verði illa úti í sumar fyrir það að geta ekki staðið með sínum gestum. Og ég vona að íslenskir stjórnmálamenn lendi í því í sínum næstu heimsóknum erlendis að vera spurðir hvort Íslendingar muni héreftir óska þess að fólk útlisti nákvæmlega atvinnu, áhugamál og tilgang komu sinnar við kaup á farseðli til Íslands. Og ég vona að fræga fólkið hætti að koma hingað til lands, svo að Íslendingar átti sig á því að Ísland er ekki hipp og kúl, heldur bara lítið land byggt fámennri þjóð með svo stórt egó að það skyggi á raunsæi þeirra.
Við erum nú opinberlega hleypidómafull og þröngsýn þjóð.
TIL HAMINGJU ÍSLAND !!!
TIL HAMINGJU ÍSLAND !!!
9 Comments:
ROSALEGA er ég sammála þér, hræsni og hleypidómar. Það skoðar náttúrulega enginn klám á 'Islandi!
By Nafnlaus, at 23/2/07 22:54
Kv. Bergþór.
By Nafnlaus, at 23/2/07 22:55
Svona vilja nú þínir menn(vinstri grænir) hafa þetta
By Nafnlaus, at 2/3/07 20:10
En ef, og nú segi ég ef, þetta hefur komið í veg fyrir eina nauðgun á 13 ára stelpu af völdum svarts sauðs úr þessum hóp... er það þá þess virði?
/K
By Nafnlaus, at 3/3/07 21:49
er þá í lagi að banna öllum útlendingum að koma hingað til lands þar sem það hefur gerst að erlendir ríkisborgarar hafa brotið af sér hér á landi nú þegar, og þar með talið ´nauðgað ungum stúlkum allt niður í 10 ára
By Nafnlaus, at 4/3/07 13:30
Mínir menn vinstri grænir?!? Er ég Vinstri-græn? Ekki vissi ég það? En sá sem þetta vissi getur kannski líka frætt mig betur um hver mín skoðun á virkjanamálum er :-)
By Queen of Norm, at 5/3/07 10:32
Já, lokum bara landinu öllu - útlendingar eru hvort eð er allir vafasamir.
Fuss og svei ...
By Þarfagreinir, at 5/3/07 11:41
hehe nei nei þetta með vinstri græna var bara mín ágiskun. Ég get svo sem reynt að giska á þetta með virkjanirnar, ætli þú sért ekki bara fylgjandi skynsamlegri nýtingu auðlinda landsins.
Svo má deila um hvað er skynsamlegt.
Ég er samt nokkuð viss um að þú telst frekar til vinstri en hægri.
By Nafnlaus, at 7/3/07 21:31
jæja drottning kaustu rétt?
By Nafnlaus, at 15/5/07 00:11
Skrifa ummæli
<< Home