Sokkar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir
Uppáhaldsflíkin mín þessa dagana eru ökklahlífar. Hvítar og úr ull, prjónaðar af ömmu minni í "denn". Þær halda hita á ökklunum á mér og eru ósköp notalegar. Það sem gerir þessar ökklahlífar sérstakar er að þær eru nú í sínu (fyrsta) framhaldslífi. Upprunalega voru þær efri partur (legg-partur) á ullarhosum sem ég gekk í sundur á tá og hæl nokkrum sinnum, en sem var alltaf skeytt saman aftur. Þegar sú stund rann upp að ekki þótti taka því að hefja enn eina björgunaraðgerðina, tók móðir mín sig til og aflimaði fót af legg hosanna (og gekk frá endum svo ekki myndi leggjunum blæða/rakna út) svo nú eru þetta ökklahlífar. Þegar lífi þeirra sem ökklahlífa lýkur er rétt möguleiki að þær geti átt sér framhaldslíf sem úlnliðshlífar, hver veit?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home