Drottning Viðmiðunarinnar

mánudagur, febrúar 13, 2006

pirr pirr

Ég missti mig svolíðið fyrr í kvöld í gagnrýni á annað fólk sem mér þótti vera með einhverja "holier than thou"-takta. Kannski ég haldi því bara áfram. Gagnrýninni altso.
Ég þoli t.d. ekki þegar fólk heimfærir eigin upplifun eða hegðun eða annað persónulegt yfir á mig. Einhverntíman var vinkona að útskýra fyrir mér hvað sér þætti gott (fyrir sálina) að fara á AA-fundi og lauk ræðunni með því að klykkja út úr sér: "Það er áreiðanlega svona svipað og fyrir þig að fara á fundi hjá Ásatrúarfélaginu." "Nei," hreytti ég út úr mér, "þangað fer ég til að hitta kunningja og spjalla, ekki fyrir einhverja andlega upplifun!" Þess má geta að þessi vinkona hefur aldrei komið á blót eða opið hús hjá Ásatrúarfélaginu að mér vitandi, og því ekki í neinni aðstöðu til áætla neitt um almenna stemningu á slíkum samkomum. Fyrir nokkrum vikum var ég í skírnarveislu þar sem "gervi"neglur annarar vinkonu minnar bárust í tal. Reyndar eru þetta hennar neglur að mestu, en styrktar til muna með þykku geli. Gæði þeirra sagði hún m.a. fólgin því að svona þykkar væru þær svo mjúkar viðkomu og hentuðu t.d. vel til bakklórs. Óstyrktar væru neglurnar á henni, og líkast til mér líka, svo hvassar viðkomu. Þess má geta að mínar eigin neglur eru mun þykkari/sterkari en hennar, en það gat hún kannski ekki vitað svona í óspurðum fréttum. Mig langaði hinsvegar mest til að segja eitthvað í þessa áttina: "Já, er það? Ég hef bara ekki tekið eftir að mínar neglur væru neitt sérlega hvassar, en þú hlýtur að vera með allar svona staðreyndir á hreinu."
Mér finnast svona atvik sambærileg því ef ég færi að heimfæra erfiðleika mína í hinu og þessu upp á alla aðra; "Ég á svo erfitt með að byrja á stóru verkefni, en það átt þú nú áreiðanlega líka!" Og ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta [orð óskast], stundum finnst mér þetta svo mikil yfir-þig-hafin hegðun, þó ég reikni ekki með að þetta sé illa meint.
Líklegast er fólk að réttlæta eigin veikleika, hegðun eða ókosti með því að fullyrða að viðmælandinn sé eins, áður en hann fær tækifæri til að setja neikvætt formerki við þann veikleika/ókost í huganum.

2 Comments:

  • Hummm.... geri ég þetta ekki líka???? vona ekki en ég sé mig alveg fyrir mér gera svona *roðn* þú verður bara að skamma mig þegar ég geri svona :o)

    By Anonymous Nafnlaus, at 16/2/06 19:14  

  • Nei, þú gerir blessunarlega ekki svona! Allavega ekki í mín eyru.

    By Blogger Queen of Norm, at 16/2/06 19:25  

Skrifa ummæli

<< Home