Drottning Viðmiðunarinnar

þriðjudagur, desember 12, 2006

að dreyma tölur

Veit einhver hvað það þýðir að dreyma tölur / upphæðir?
Sá fróðleiksmaður (eða -kona) er þá vinsamlegast beðin(n) um að gefa sig fram.

Um helgina dreymdi mig nokkra ósköp furðulega drauma, en þó stóð upp úr einn draumur þar sem einhver hafði látið flytja dágóða upphæð af bankareikningi annars yfir á bankareikning einhvers fyrirtækis (hvers nafn var skammstafað með 4-5 gráum stöfum, feitletruðum) og þaðan yfir á sinn eigin reikning. Upphaflegi eigandi fjárupphæðarinnar þurfti því að taka stórt lán til að geta mætt útgjöldum sínum, og var ekki sáttur.
Til að gera langa sögu stutta og sleppa öllum tilfinningalegum hræringum (sem og hvaða leikarar léku þetta fólk í draumnum) þá eru tölurnar sem máli skipta, eftirfarandi:

Upphæðin sem stolið var : 1200000(0)
Upphæðin sem bankalánið nam : 1.183.000 (eða 11.830.000*)
Mánaðarleg afborgun af láninu : 135 þús.

* Stolna upphæðin var ansi há (fyrir meðalmanninn, en hljómaði þó í hjarta mér nær 60 milljónum en "aumingjalegum" 12), og því tel ég 12 milljónir vera mun líklegri en 1,2. Þar sem sú upphæð birtist mér þannig að fyrst kom 12 og svo runa af núllum í kjölfarið, þá get ég ekki svarið fyrir hversu mörg þau voru. Bankalánið, sem var næstum jafn hátt og stolna upphæðin, birtist hinsvegar á afar skilmerkilegan hátt með punktum á réttum stöðum (sjá að ofan). En hafi stolna upphæðin verið 12 milljónir þá hlýtur (sjón)minni mitt að hafa eitthvað brenglast og fyrsti punkturinn á eftir báðum 1-unum í staðinn fyrir að vera á milli þeirra.
Mánaðarlega útborgunin var hinsvegar sögð [eitthvað meira] upphátt [en hinar] og því birtist hún einungis sem 3ja stafa tala með "þús." fyrir aftan.

Og spurning vikunnar er : Veit einhver hvað þetta þýðir?

5 Comments:

 • Þú þarft að fara að ná þér í mann kona.

  By Anonymous Nafnlaus, at 12/12/06 19:40  

 • Ég var nú með mann mér við hlið þegar mig dreymdi þetta...

  By Blogger Queen of Norm, at 12/12/06 20:16  

 • þá er það væntanlega rétti maðurinn

  By Anonymous Nafnlaus, at 13/12/06 14:30  

 • Þversummur allra þessara talna eru oddatölur. Hefur það einhverja merkingu?

  By Blogger Þarfagreinir, at 13/12/06 14:48  

 • Ég er ekki viss, ég hefði haldið að [útlitsleg] uppsetning talnanna skipti meira máli. Og mögulega það að faðir minn var leikinn af Robin Williams.

  By Blogger Queen of Norm, at 15/12/06 10:40  

Skrifa ummæli

<< Home