Drottning Viðmiðunarinnar

sunnudagur, ágúst 27, 2006

sorrý...

Nornin hafði rétt fyrir sér, heill mánuður án bloggs er hreint og beint glatað.
Og þrátt fyrir að ég hafi ekki séð mér tilefni til bloggs þá hefur engu að síður ýmislegt gerst. Ég hef ferðast um Reykjavíkurtjörn á árabát. Ég hef byrjað í nýrri vinnu og næstum því hætt í þeirri gömlu. Ég hef misst frænku mína í hendur krabbameins. Ég hef keypt nýja myndavél sem ég er mjög ánægð með. Ég hef komist að því að neysla í ágústmánuði var of mikil og heitið því að taka mér tak. Ég hef fengið já-yrði fyrir íbúðarleigu í hverfi 104 og mun flytja í byrjun september, eftir 6 daga vinnuferð til Sviss. Og ég hef gróflega mælt geisladiska- og bókaeign mína í metrum.

Niðurstaða mælinga:
geisladiskar : 3,5 hillumetrar
bækur : tæpir 10 hillumetrar - og þá eru ótaldar allar þær bækur sem nú hírast í kössum úti í geymslu.

Ég sé hinsvegar ekki fram á að koma öllum þessum hillumetrum fyrir í risíbúðinni, svo brátt hefst hin sársaukafulla ákvarðanataka um hvaða bækur skuli fluttar með, og hverjar munu enn um sinn eiga heimili í Holtsbúðinni.

3 Comments:

  • Það má líka nota bækur til að búa til húsgögn, sófa, sjónvarpsborð, sófaborð og svo þýskar og danskar fyrir eldhússtóla!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4/9/06 20:29  

  • Nornin hefur alltaf rétt fyrir sér... og nú ertu fallin í bloggletina aftur!
    Skammastu þín og segðu okkur frá Tolkien áfanganum !

    By Anonymous Nafnlaus, at 12/9/06 15:05  

  • Það er naumast að það líður langur tími milli innleggja hjá þér.

    By Anonymous Nafnlaus, at 24/9/06 21:20  

Skrifa ummæli

<< Home