Drottning Viðmiðunarinnar

fimmtudagur, júlí 20, 2006

nýtt áhugamál

Ég hef fundið mér nýtt áhugamál.
Ég er að spá í að kynna mér þá möguleika sem gluggatjaldaræktun hlýtur að bjóða upp á. Almennileg gluggatjöld* eru, eins og flestir vita, hengijurt líkt og lóbelía. En þar sem eðli þeirra er fyrst og fremst að vaxa frá byrjun að enda, skiptir það þá máli hvort byrjunin hefst uppi eða niðri? Væri ekki hægt að rækta gluggatjöld sem yxu upp á við í stað þess að vaxa niður?

*Með almennileg gluggatjöld vísa ég til þeirrar klassísku gerðar sem er lóðrétt og bein, en ekki þessi innræktuðu og erfðabreyttu krúsídúlluskreytitjöld.


Ég auglýsi jafnframt eftir eiganda að svartri hettupeysu sem varð eftir í afmælisveizlunni minni.

[síðari viðbætur : Eigandi peysunnar er að öllum líkindum Silla, og hún gaf sig ekki fram heldur varð ég að hafa uppi á henni]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home