Drottning Viðmiðunarinnar

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Til hamingju, Ísland !

Silvía Nótt sigurvegari kvöldsins. Mikið verður nú gaman í maí.

Mér finnst að við ættum strax að fara að plana framlag okkar að ári, eitthvað fyrirfram skipulagt þema og ákveða flytjendur. Svona forkeppni er ekkert sniðug nema lögin þar eigi sér einhvern einasta möguleika í Evrósýn, og það fannst mér bara ekki eiga við nema um í mesta lagi 4 lög af þessum sem komust í undanúrslitin í ár. ! Hin voru ýmist; sæmileg dægurlög sem hefðu ekki náð langt á alþjóðavísu því þau voru ekkert grípandi við fyrstu (eða aðra) hlustun og það bara virkar ekki þegar höfða á til fólks sem hefur eitthvað annað móðurmál en ensku/íslensku; eða bara eiginlega leiðinlega löng og einhæf lög.
En þetta hinsvegar, það að skipuleggja þemað og flytjendur gæti verið eitthvað sem þjóðin gæti sameinast í. Sviss setti bara saman hljómsveit úr allra þjóða kvikindum til að syngja sitt lag, af hverju ættum við ekki að gera slíkt hið sama? Ekki endilega úr allra þjóða kv., en einhverja 5-7 manna grúppu (með "p"-um, ekki "b") sem gæti flutt lagið sem samið var í þeim stíl sem þjóðin ákvað.

Mér finnst til dæmis að við ættum að senda sveit í Rammstein-stíl sem syngi eingöngu á íslensku.

1 Comments:

  • Játs!
    Ég vildi að við gerðum það.
    Ég meina, Ísland er töff. Það vita allir í Evrópu (sérstaklega Frakkar) og því ekki að blóðmjólka það?
    Senda einvherja Víkingahljómsveit, lag í stíl við 'the imigrantsong' með Led Zeppelin og hafa alla klædda í þemaföt?
    Getur ekki klikkað.
    Við í júróvísjón!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 21/2/06 21:37  

Skrifa ummæli

<< Home