Drottning Viðmiðunarinnar

mánudagur, maí 08, 2006

gamlar fréttir

Þetta reit ég einhverntíman í síðustu viku, þegar ég var ekki nettengd en hafði þörf fyrir að tjá mig. Þar sem ég skrifa svo sjaldan ætla ég að láta þetta fljóta innan um Lyngholts-færslur.

Það er nú orðið augljóst. Ég er eins og versti batsjelor. Ísskápurinn minn inniheldur að vísu meiri mat nú en áður, en það innihaldið er samt sem áður fremur ósamstætt. Gulrætur í poka, heill ananas, ávaxtasafi, flatkökur, smjör, pepperoni, kaffi og hvítkál. En matreiðslan. Það er hún sem kemur algjörlega upp um mig. Kvöldmaturinn í gær, sem etinn var á síðasta hálftímanum fyrir miðnætti, samanstóð af 3ja-mínútu-núðlum, appelsínu og kaffi. Og þrátt fyrir að vera fullkomnlega sátt, þá geri ég mér fulla grein fyrir hve þetta er glatað.

5 Comments:

  • hehehehe.... já þú ert algjör batsjelor :o) vantaði samt ekki bjórinn í ískápinn????

    Sjáumst bráðlega

    By Anonymous Nafnlaus, at 9/5/06 07:15  

  • ætli hún hafi ekki bara verið búin með bjórinn :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 10/5/06 00:54  

  • LOL... jú pottþétt...

    By Anonymous Nafnlaus, at 10/5/06 07:03  

  • Auðvitað er bjórinn búinn!! Hann klárast fyrst!

    By Blogger Queen of Norm, at 10/5/06 21:20  

  • Ég er svona líka... Ég á ekkert í ískápnum nema sultu og sveppi. Svo er ég ennþá verri því ég elda mér ekki einu sinni núðlusúpu heldur fer út að borða! *roðn*

    By Anonymous Nafnlaus, at 12/5/06 06:33  

Skrifa ummæli

<< Home