Drottning Viðmiðunarinnar

fimmtudagur, apríl 13, 2006

rétt vs. örv

Ég er óskaplega rétt manneskja. Ekki nóg með að ég sé bæði rétthent og réttfætt, heldur er ég líka réttkjálkuð. Mig grunaði það svosem einhverntíman í "den" þegar ég reyndi að segja "edl" (eins og í bjalla) vinstra megin í munninum, en hef ítrekað verið að fá þann grun staðfestan á þessu ári. Bæði þegar jaxlinn var fjarlægður í janúar og nú þegar skrúfu var potað niður í holuna, á ég í hálfgerðum örðugleikum með að tyggja vinstra megin og þarf alltaf reglulega að halla höfðinu til vinstri svo tuggefnið (maturinn) renni þangað.
Ætli Da Vinci hafi verið jafnvígur á báðar kjálkahliðar? Sagan segir að hann hafi verið það á hendurnar á sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home