Drottning Viðmiðunarinnar

fimmtudagur, mars 09, 2006

Það var svosem auðvitað

Mér hefur borist kvörtun og er ég vel að henni komin, en hún fjallaði um [meinta] leti mína hér. Kannski hefur hún stafað af hugsana- og fréttaleysi, eða af netleysi (right!) , en ég tel þó öllu líklegra að færsluletin stafi af upptekt undirritaðrar. Það er nefnilega merkilega mikill tími sem fer í það að vinna og vera jafnframt að leita sér að vinnu. Jájá, allt vill konan og meira til.

En já. Á sunnudaginn var héldu Kammerkór Hafnarfjarðar og Kammersveit Hafnarfjarðar stórglæsilega og ofuráheyrilega Mozart-tónleika í Víðistaðakirkju, þar sem sveitin lék konsert ... og flutti svo Missa Solemnis ofl. ásamt kórnum.

Ég er byrjuð að vinna í bókhaldinu á Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar þar til ég fer norður á Skagaströnd (marslok - júníbyrjun) og hefur verið boðið starf þar í sumar. Ekki sem verst, þó starfið sé kannski ekki alveg það sem ég sá fyrir mér þegar ég var í LHÍ, þá eru launin betri en á Lansanum og möguleiki á yfirvinnu fyrir hendi. Skítt hvað umönnunarstörf og ófaglærð ríkisstörf eru illa launuð. Ég var nefnilega að spá í ákveðið umönnunarstarf í sumar, en þó sú vinna sé kannski meira gefandi en móttökuskráning reikninga, þá eru launin þar einhverjum tveimur þúsundköllum hærri en ritarastarf á Lsp. og það er bara skítlélegt. Finnst mér. Svo verður fróðlegt (eða ekki...) að vita hvað verður eftir sumarið. Kannski kemst ég í ásættanlegt skrifstofustarf með haustinu.

En morgundagurinn ber með sér ferðalag. Ég mun leggja land undir dekk og skreppa út á land að skoða staðarhætti og mannlíf á Skagaströnd. Svo kem ég bara heim einhverntíman um helgina.

3 Comments:

  • Umönnunarstörf eru erfið og fáránlega illa launuð. Ég dáist að fólki sem getur unnið við þau fyrir þessi lúsarlaun.

    By Blogger Þarfagreinir, at 12/3/06 20:14  

  • það er nú lítið varið í Skagaströndina eftir að bæjaryfirvöld fóru að bola Hallbirni í burtu. Hann er að selja kántríbæ og hætta með útvarpið. Í mótmælaskyni ætla ég aldrei að fara þangað aftur og hananú. Ég kem sem sagt ekki að heimsækja þig í sumar (nema þú kaupir skemmtistað og skírir hann Metalbæ og haldir Metalhátíðina á Skagaströnd í sumar)

    By Blogger Berglind Björk Halldórsdóttir, at 15/3/06 21:34  

  • One never knows...

    By Blogger Queen of Norm, at 15/3/06 22:00  

Skrifa ummæli

<< Home