Drottning Viðmiðunarinnar

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Fyrsti dagur Góu / Konudagurinn

Grimmur skyldi Góudagurinn fyrsti,
annar og sá þriðji,
og þá mun vel vora.
Sögðu forfeðurnir. Ergo; ömurlegt vor framundan ef marka má veðrið í dag.

4 Comments:

  • Abbabbabb ... við skulum athuga þetta út frá klassískri rökfræði. Setningin þýðir:

    EF fyrsti, annar og þriðji dagur Góu eru grimmir, ÞÁ mun vel vora.

    Hins vegar þýðir það ekki endilega að ekki vori vel ef skilyrðið er ekki fyrir hendi. Nema þá auðvitað að setningin þýði í raun:

    Vel mun vora ÞÁ OG ÞVÍ AÐEINS AÐ fyrsti, annar og þriðji dagur Góu eru grimmir.

    En nú er ég reyndar ekki alveg viss hvort er rétt.

    By Blogger Þarfagreinir, at 19/2/06 14:23  

  • Orðið "skyldi" í fyrstu línunni skilyrðir væntanlega fullyrðinguna... Fyrsti, annar og þriðji dagur Góu skulu grimmir, og þá (og aðeins þá) mun vel vora.
    Svo skil ég speki hinna gengnu. Sem eru, að vísu, gengnir og því ekki aðgengilegir til nánari útskýringa.

    By Blogger Queen of Norm, at 19/2/06 14:44  

  • Ég er sammála Þarfagreini.
    Látum p tákna grimman fyrsta dag Góu og q tákna gott vor. 'p (ekki pé) er þá góður fyrsti Góudagur og 'q (ekki kú) er slæmt vor.
    Forfeðurnir sögðu p => q sem hefur 'q => 'p í för með sér.
    Hins vegar getur 'p => 'q ekki verið afleiðing nema af q => p eða p <=> q.

    By Anonymous Nafnlaus, at 20/2/06 13:39  

  • Við getum ekki ályktað út frá þessum forsendum. Sjá post hoc ergo propter hoc.

    By Anonymous Nafnlaus, at 21/2/06 21:46  

Skrifa ummæli

<< Home