Merkilegt hvað bætiefnaskortur getur haft mikið að segja. Í dag var ég á fundi með fólki sem ég hef ekki hitt í mánuð eða svo, en fundaði töluvert með í janúar. Ég fann ekki fyrir því að þetta fólk hefði eitthvað breyst síðan þá, en munurinn á mér! Drottinn minn! Í janúar hafði ég þjáðst af járnskorti í að minnsta kosti 3 mánuði (nokkuð sem ég uppgötvaði síðustu mánaðarmót eða svo) og ég var svo rugluð og ringluð að það hálfa væri nóg. Ég var svo innilega ekki á sömu bylgjulengd og þau hvað hugstreymi og andlegt atgervi varðar að það var nánast orðið absúrd. Það versta (eða besta) var að ég fann mjög svo greinilega fyrir þessu og átti í þónokkrum vandræðum með að halda aftur af mér svo ég væri ekki endalaust að lýsa yfir áliti og hugmyndum sem voru yfirleitt bara lengst úti á túni. En í dag hef ég stundað járninntöku í nokkrar vikur (þrjár, eða svo) og ég er bara orðin eðlileg á ný. Allavega samfélagshæf.
1 Comments:
Hvernig fattaðir þú járnskortinn? Það væri gaman að vita hvort ruglið á mér á sér utanaðkomandi skýringar
By Berglind Björk Halldórsdóttir, at 15/3/06 21:36
Skrifa ummæli
<< Home