Drottning Viðmiðunarinnar

fimmtudagur, apríl 06, 2006

stormur í fjarska, stormur í glasi

Hinn margspáði síðviku-stormur Norðurlands hefur rétt aðeins kíkt í heimsókn á Skagaströnd, en ekkert til að tala um. Fært í bæinn á morgun ef veðrið helst svona. Páskafrí framundan, af hverju ég mun eyða einum morgni í tannbeinsskrúfuísetningu og nokkrum dögum í volæði og verkjum, ef svo fer sem spáð var. Svo, eftir marga, marga mánuði [þrjá til fjóra] fæ ég gervitönn ofan á skrúfuna. Mikil fjárútlát sem fylgja, en þess jaxl verður víst að koma. Svo mælti tannsi.

Spurning vikunnar (og næstu viku) :
Hvert skal verða næsta verkefni 6./7. bekkinga í smíði?

Mér hefur á síðustu dögum áskotnast nýútsprungið blóm sem vex einungis í ljósi fjarlægra stjarna, boð um draumfund við ungan mann hjá hinum rauða kristalli sem grætur bláum tárum, og dropi af fljótandi himni hins blákalda Parísarmorguns. Ekki slæmt það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home