Drottning Viðmiðunarinnar

mánudagur, apríl 17, 2006

Páskafrí senn á enda og kennsla tekur við að nýju á morgun. Því mun haldið norður í land nú á eftir (eftir stutt stopp í fermingarveizlu), í veðurspáða skafrenninginn og hálku á vegum. Þar sem mér er litið út um gluggann í Garðabænum á ég eiginlega erfitt með að trúa því að veðrið sé snjóugt og illfært einhversstaðar á landinu. Og að þangað sé ég að fara. Það er eiginlega bara sárt, í hjarta mér var ég farin að þrá vor og sólskin og yl og fagrar grundir. En svona er það bara. Vonandi sem styzt þó.

1 Comments:

  • Það er glampandi sól á Akureyrinni. Og ekki snjókorn á götum... smá skaflar í görðum og slatti af snjó í Hlíðarfjalli, en annars er veðrið æðislegt :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 17/4/06 14:44  

Skrifa ummæli

<< Home