Drottning Viðmiðunarinnar

mánudagur, maí 29, 2006

Hér er mikið að gera við að fara í gegnum myndmenntamöppur 79 nemenda, gefa þeim einkunn og/eða umsögn fyrir það fag, og um 50 þeirra fyrir smíðafagið líka. Sú einkunn verður byggð á vinnu og hegðun í tímum síðustu vikur eftir því sem minni mitt dugir til, þar sem nú hafa flest verk verið send heim svo þau dagi ekki uppi í skólanum (eins og virðist hafa verið ansi sterk tilhneiging síðustu ár...). Ég ætla rétt að vona að ég þurfi ekki að meta textíl-vinnuna þeirra eldri líka; þau fengu 2-3 tíma í því og þeir fóru að mestu í það að klára verkin sem þau voru löngu byrjuð á (og mér fannst ég þurfa að gera allt of mikið fyrir allt of marga... Ég þyrfti að hækka eigin vinnueinkunn á kostnað nemendanna...).
Skólaslit á föstudaginn, ég þarf að skila af mér einkunnum/umsögnum þessara tæplega 80 nemenda á miðvikudag og taka til í tveimur skólastofum og tveimur geymslurýmum og ... og ...

... og því verður væntanlega ekkert bloggað fyrr en hægist um. Miiiikið hlakka ég til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home