Drottning Viðmiðunarinnar

mánudagur, október 09, 2006

Hopscotch, eða elskhugi Helenu

Já, París var það, heillin!
Nú er París á næsta leiti og ég hef fengið leiðbeiningar varðandi það hvernig ég komist inn í opna íbúð í úthverfi Parísar til að skila af mér farangri svo ég geti notið borgarinnar með sem fæst aukakíló. Það tekur tvær lestarferðir, göngu fram hjá einhverju pósthúsi, kóðainnslátt og labb upp á 2. hæð. Eeeekkert mál, er mér sagt. Kemur í ljós, kemur í ljós.
Ýmislegt annað hefur komið í ljós, þar á meðal það að gestgjafi minn á aðeins eitt handklæði eins og stendur (að eigin sögn) og því mun ég taka með mitt eigið svo ég geti nýtt mér sturtuaðstöðuna á staðnum án þess að þurfa að gjalda þess með klósettpappír. Og eins og segir í góðri bók þá er ekki slæmt að vera "maður sem veit hvar handklæðið hans er", og þar sem "konur eru líka menn" þá reikna ég fastlega með að þetta eigi við mig líka.

8 Comments:

  • Ég vona að þú munir eiga ánægjulega ferð.
    Kv
    Rafmagnsmaðurinn

    By Anonymous Nafnlaus, at 10/10/06 21:01  

  • Góða ferð snúddísnúlla!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12/10/06 20:50  

  • Hæ elskan mín. Það er svo óralangt síðan ég heyrði í þér að það er skammarlegt, en þú þekkir það kannski sjálf hversu mikið erfiði það er að lyfta upp símtóli og ýta á takkana. Heyrðu annars góða ferð og skemmtu þér líka fyrir mig í leiðinni. Kærar kveðjur úr sveitamenningunni. Ágústa

    By Anonymous Nafnlaus, at 16/10/06 17:28  

  • Rétt hjá þér að konur eru líka menn.
    Fólk virðist stundum gleyma því að menn flokkast í tvo meginflokka, karl-menn og kvenn-menn.

    By Blogger Siggi Sveinn, at 21/10/06 14:29  

  • Já!! Þú mælir sannlega sem maður með djúpan og mikinn viskuposa
    ...'úr viskuposanum mælir málglaður maður' segir nebbla einhversstaðar!! :)

    Ég veit annars ekkert hvar handklæðið mitt er!!

    By Blogger Katla Jör, at 26/10/06 10:00  

  • Ef þú veist ekki hvar handklæðið þitt er, þá getur þú ekki heldur reiknað með að fá lánaðan tannbursta, svefnpoka, peninga né nokkuð annað hjá ókunnugum. Svo slæmt er það að ganga ekki með handklæði á sér...

    By Blogger Queen of Norm, at 26/10/06 10:42  

  • Manni finnst nu lagmark ad gestgjafinn lani gestum sinum tannburstann sinn!!!.. Handklaedalaus edur ei!

    :)

    By Blogger Katla Jör, at 26/10/06 13:31  

  • Getum við fengið ferðasöguna?

    By Anonymous Nafnlaus, at 2/11/06 11:48  

Skrifa ummæli

<< Home