Drottning Viðmiðunarinnar

föstudagur, apríl 14, 2006

Ég nenni engu. Svo mikið sem ég ætti og gæti verið að gera, en ég bara nenni því ekki. Sem væri kannski réttlætanlegt ef ég hefði ekki verið í fríi í gær og fyrradag líka og hefði átt að klára þá alla óunna leti og út-í-loftið horf. En letin lætur ekki að sér hæða. Það sem af er degi hef ég sett í eina þvottavél, lesið einn kafla í skáldsögu, skrifað eitt sendibréf og drukkið tvo kaffibolla. Og nú er ég eiginlega bara að bíða eftir að klukkan verði 16:05 svo ég geti farið að horfa á sjónvarpið. Er þetta hægt ?!!??

2 Comments:

  • Hæ sætust og gleðilega páska. Ógeðslega langt síðan ég hef séð eða heyrt í þér. Sakna þín geðveikt! Lífið væri tómlegt án tilveru þinnar. Og bæ ðe vei, þessi síða þín er frábær, bara gaman að lesa hana.

    Kossar og knús, Ágústa

    By Anonymous Nafnlaus, at 16/4/06 12:40  

  • Takk fyrir Ágústa mín. Ég sakna þín líka. Fullt fullt. Ég þarf endilega að bæta þér í hlekkjaupptalninguna hér, það hefur bara gleymst. Vonda ég. Og gleðilega páska sömuleiðis.

    By Blogger Queen of Norm, at 17/4/06 14:06  

Skrifa ummæli

<< Home