Á morgun verður laufabrauðsútskurður í Holtsbúðinni!!
Þrátt fyrir að annað höfuð ættarinnar sé erlendis að sóla sig og dansa samba, þá reikna ég fastlega með að þær móðir mín og Guðný frænka (eða Herdís?) muni halda uppi hraða og afli í útflatningu og steikingu.
Þá verðum við hin bara að standa okkur í útskurðinum.
Og þeir sem skrópa í útskurðinn án þess að framvísa löggildri og góðri afsökun í dróttkvæðum hætti * verða nafngreindir og úthrópaðir hér á síðunni.
* við nánari íhugun hefur verið ákveðið að taka einnig við löggildum og góðum afsökunum í formi limra, ferskeytlna og allra hátta sem Eddukvæðin hin rammíslensku (líkt og laufabrauðið) bjóða upp á.