Drottning Viðmiðunarinnar

sunnudagur, júní 25, 2006

Það sem ekki fór á bloggið um daginn, var að samkvæmt venju var Þingblót á Þórsdegi í 10. viku sumars, sem féll á fimmtudaginn síðasta. Þar voru formlega vígðir 2 nýjir goðar, 2 börn "vígð" í félagið (hvort annað fékk nafngiftarathöfn líka gæti verið). Svo var etið við eða innan (allt eftir behag) tjalds þar í grennd, og dansk-íslenska tríóið Kraukan spilaði. Ansi áhugaverð hljóðfæri sem þeir kumpánar hafa í fórum sínum, en verra þótti mér að eini Íslendingurinn í hópunum skyldi ekki kunna þjóðkvæðin betur en svo að tvö erindi (af þeim 2-3 sem þeir sungu) Krummavísna innihéldu villur. "Krummi svaf í klettagjá" varð "Krummi sat...", og þegar að "krunk, krunk , því oss búin er krás á köldu svelli" kom, þá var sungið eitthvað allt annað en "búin er" sem hvorki ég né Andrea gátum greint hvað væri. Mamma talaði líka um annað lag sem hún hafði heyrt þá syngja á Víkingahátíðinni, þar sem hún taldi þá fara rangt með texta. Og þeir voru engan veginn búnir að "syngja sig saman" sem mér finnst að eigi ekki að gerast hjá fólki sem stígur opinberlega á stokk ár eftir ár.


Niðurstaða föstudagskvöldsins var svo "a little from column A, a little from column B" en án alls áfengis.
Annars höfðu atburðir kvöldins verið skemmtilegir, óviðbúið stuttir en skemmtilegir.
Fór í Heiðmörk með Huldu, Sillu og Andreu í klukkustund og hálfa, en þar sem ekki virtist þörf á að skipuleggja það neitt frekar fyrirfram þá fór kvöldið ekki eins og ég hafði reiknað með.

Silla og Hulda Sif, beautiful as ever


Grasið vandlega flatt út með látum og hlátri

og Haraldur brenndur til kaldra kola.

laugardagur, júní 24, 2006

Ég er í eitthvað svo mikilli sálrænni krísu núna, en þeir vinir/vinkonur mínar sem ég gæti hugsað mér að ræða það við eru öll með ung börn og því líkast til farin að sofa núna, eða komin í ró.
Valið stendur því um tvennt :

a) fara að sofa núna (sem mér finnst hálfgerð synd á Jónsmessunótt) og reyna að gleyma öllu, eða
b) drekka mig sótfulla og steypa mér í þunglyndi.

Spennandi val.

fimmtudagur, júní 08, 2006

1025 - 1 = ?

Ég var gestur nr. 1025, Þarfagreinir hafði áður lýst því yfir að hann hygðist verða gestur nr. 1024 og því hlýtur það að hafa verið eitthvað eftirsóknarvert.
Því auglýsi ég hérmeð eftir þeim gesti, viðkomandi hlýtur að launum símtal frá mér (að því tilskildu að hann/hún hafi síma og sé staddur/stödd hérlendis).

Stendur fyrir dyrum

stórafmæli.
Sökum anna & leti & skipulagsbreytinga verður hátíðahöldum frestað fram í miðjan júlí.
Nánar auglýst síðar.