Drottning Viðmiðunarinnar

miðvikudagur, maí 31, 2006

mikið hlakka ég til ...


... helgarinnar.

mánudagur, maí 29, 2006

Hér er mikið að gera við að fara í gegnum myndmenntamöppur 79 nemenda, gefa þeim einkunn og/eða umsögn fyrir það fag, og um 50 þeirra fyrir smíðafagið líka. Sú einkunn verður byggð á vinnu og hegðun í tímum síðustu vikur eftir því sem minni mitt dugir til, þar sem nú hafa flest verk verið send heim svo þau dagi ekki uppi í skólanum (eins og virðist hafa verið ansi sterk tilhneiging síðustu ár...). Ég ætla rétt að vona að ég þurfi ekki að meta textíl-vinnuna þeirra eldri líka; þau fengu 2-3 tíma í því og þeir fóru að mestu í það að klára verkin sem þau voru löngu byrjuð á (og mér fannst ég þurfa að gera allt of mikið fyrir allt of marga... Ég þyrfti að hækka eigin vinnueinkunn á kostnað nemendanna...).
Skólaslit á föstudaginn, ég þarf að skila af mér einkunnum/umsögnum þessara tæplega 80 nemenda á miðvikudag og taka til í tveimur skólastofum og tveimur geymslurýmum og ... og ...

... og því verður væntanlega ekkert bloggað fyrr en hægist um. Miiiikið hlakka ég til.

mánudagur, maí 22, 2006

888

... og það var ÉG sem var gestur nr. 888 á þessari síðu !!
Í Kína er 8 happatala, svo kannski er þetta góðs viti

Hvað skal gera ?

Nemendasýning eftir 2 virka daga og eina morgunstund. Semsagt, kl.16 á fimmtudag. Enn er innan við helmingur verka búinn að skila sér. Ég hef ekki nema eina eyðu til að stunda verkstjórn (og fá aðra kennara til að hjálpa mér), á morgun er fundur strax kl. 15 og þegar honum lýkur nennir varla neinn að vera lengur í skólanum, á miðvikudag er óvissuferð kennara kl. 17. Kennslu hjá mér lýkur bara en tveimur klst. fyrr. Og spurning dagsins er :
HVERNIG Á ÞETTA AÐ TAKAST ??!?? Mér er sagt að ég eigi endilega að nýta aðra kennara í að koma sýningunni upp, en á ég þá bara að rétta þeim hluti og segja þeim að hengja upp eða setja á hillur eða .... meðan ég er í kennslu ? Þarf ég ekki að vera verkstjóri ?

Og í þokkabót er hér hvít jörð.

Snön ligger vit på taken.
Endas Tomten är naken.

sunnudagur, maí 14, 2006

markaðsetning dauðans ?

Ekkert kjaftæði, Marxismi er málið ! Og nú í fljótandi formi !

mánudagur, maí 08, 2006

gamlar fréttir

Þetta reit ég einhverntíman í síðustu viku, þegar ég var ekki nettengd en hafði þörf fyrir að tjá mig. Þar sem ég skrifa svo sjaldan ætla ég að láta þetta fljóta innan um Lyngholts-færslur.

Það er nú orðið augljóst. Ég er eins og versti batsjelor. Ísskápurinn minn inniheldur að vísu meiri mat nú en áður, en það innihaldið er samt sem áður fremur ósamstætt. Gulrætur í poka, heill ananas, ávaxtasafi, flatkökur, smjör, pepperoni, kaffi og hvítkál. En matreiðslan. Það er hún sem kemur algjörlega upp um mig. Kvöldmaturinn í gær, sem etinn var á síðasta hálftímanum fyrir miðnætti, samanstóð af 3ja-mínútu-núðlum, appelsínu og kaffi. Og þrátt fyrir að vera fullkomnlega sátt, þá geri ég mér fulla grein fyrir hve þetta er glatað.


Svona lítur garðurinn út núna.

sunnudagur, maí 07, 2006

Kveðja frá Hvammstanga

Ég eyddi helginni á Hvammstanga. Í Lyngholti af Helguhvammslandinu, nánar tiltekið (eða Kothvamms?) og naut þar veðurblíðu, fuglasöngs og hvítvíns. Sökum óuppgerðs pirrings skráði ég heldur stuttlega í gestabókina, en vonandi verður bætt um betur næst.

Tilgangurinn með þessari færslu er hinsvegar vakning máls á framtíð fyrrum grænmetisgarðsins, og bið ég ættingja mína í móðurætt því að sperra upp augun og lesa það sem eftir kemur. Hinir mega hætta þegar þeir vilja og verða ekki krafðir álits (en mega að sjálfsögðu skilja eftir spor sín í athugasemdakerfinu hér að neðan).

"Græmetisgarðurinn", sem eftir mínu minni hét reyndar ekkert sérstakt, er það svæði þar sem ræktaður var rabbabari og gulrætur og fleira gaf þeim ættum, og reykkofinn stóð við. Þar er allt í órækt. Allt-allt-allt. Grasið næði fullvaxinni konu (því nú erum við mest konur í arflegg) hálfa leið upp í mitti ef það gæti staðið upp á endann. Trén svo kræklótt að halda mætti að þau væru í abstraktkeppni sín á milli. Og ekki hægt að ganga með góðu móti um garðinn fyrir úrsérbreiddum trjám. Væri ekki gaman að koma saman eins og eina helgi og tæma hlöðuna (sem inniheldur nú antík-hey) og jafnvel reyna að berja saman í nýja hurð fyrir hana svo hún verði vel aðgengileg að utan, og hreinsa upp garðinn svo hægt sé að ganga um hann á ný og setjast niður í skjóli innan um laufguð tré?
Tjáið ykkur nú endilega, elskurnar mínar.