rétt vs. örv
Ég er óskaplega rétt manneskja. Ekki nóg með að ég sé bæði rétthent og réttfætt, heldur er ég líka réttkjálkuð. Mig grunaði það svosem einhverntíman í "den" þegar ég reyndi að segja "edl" (eins og í bjalla) vinstra megin í munninum, en hef ítrekað verið að fá þann grun staðfestan á þessu ári. Bæði þegar jaxlinn var fjarlægður í janúar og nú þegar skrúfu var potað niður í holuna, á ég í hálfgerðum örðugleikum með að tyggja vinstra megin og þarf alltaf reglulega að halla höfðinu til vinstri svo tuggefnið (maturinn) renni þangað.
Ætli Da Vinci hafi verið jafnvígur á báðar kjálkahliðar? Sagan segir að hann hafi verið það á hendurnar á sér.
Ætli Da Vinci hafi verið jafnvígur á báðar kjálkahliðar? Sagan segir að hann hafi verið það á hendurnar á sér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home