Drottning Viðmiðunarinnar

laugardagur, apríl 22, 2006

Stal þessu af Norninni sem stal því þar áður af Þarfagreini :

This Is My Life, Rated
Life:
7
Mind:
6.8
Body:
7.3
Spirit:
6.3
Friends/Family:
5
Love:
2.1
Finance:
7.1
Take the Rate My Life Quiz


Mér finnst ég nú hafa "skorað" ansi hátt í fjármálunum, en það virðist sem ein einasta spurning hafi haft þar úrslitavald. En ég er þó allavega ekki á hvínandi kúpunni. Ekki rík, en ekki dauð.

mánudagur, apríl 17, 2006

Páskafrí senn á enda og kennsla tekur við að nýju á morgun. Því mun haldið norður í land nú á eftir (eftir stutt stopp í fermingarveizlu), í veðurspáða skafrenninginn og hálku á vegum. Þar sem mér er litið út um gluggann í Garðabænum á ég eiginlega erfitt með að trúa því að veðrið sé snjóugt og illfært einhversstaðar á landinu. Og að þangað sé ég að fara. Það er eiginlega bara sárt, í hjarta mér var ég farin að þrá vor og sólskin og yl og fagrar grundir. En svona er það bara. Vonandi sem styzt þó.

föstudagur, apríl 14, 2006
Your Inner Child Is Surprised


You see many things through the eyes of a child.
Meaning, you're rarely cynical or jaded.
You cherish all of the details in life.
Easily fascinated, you enjoy experiencing new things.
You Are Teal GreenYou are a one of a kind, original person. There's no one even close to being like you.
Expressive and creative, you have a knack for making the impossible possible.
While you are a bit offbeat, you don't scare people away with your quirks.
Your warm personality nicely counteracts and strange habits you may have.

Ég nenni engu. Svo mikið sem ég ætti og gæti verið að gera, en ég bara nenni því ekki. Sem væri kannski réttlætanlegt ef ég hefði ekki verið í fríi í gær og fyrradag líka og hefði átt að klára þá alla óunna leti og út-í-loftið horf. En letin lætur ekki að sér hæða. Það sem af er degi hef ég sett í eina þvottavél, lesið einn kafla í skáldsögu, skrifað eitt sendibréf og drukkið tvo kaffibolla. Og nú er ég eiginlega bara að bíða eftir að klukkan verði 16:05 svo ég geti farið að horfa á sjónvarpið. Er þetta hægt ?!!??

fimmtudagur, apríl 13, 2006

rétt vs. örv

Ég er óskaplega rétt manneskja. Ekki nóg með að ég sé bæði rétthent og réttfætt, heldur er ég líka réttkjálkuð. Mig grunaði það svosem einhverntíman í "den" þegar ég reyndi að segja "edl" (eins og í bjalla) vinstra megin í munninum, en hef ítrekað verið að fá þann grun staðfestan á þessu ári. Bæði þegar jaxlinn var fjarlægður í janúar og nú þegar skrúfu var potað niður í holuna, á ég í hálfgerðum örðugleikum með að tyggja vinstra megin og þarf alltaf reglulega að halla höfðinu til vinstri svo tuggefnið (maturinn) renni þangað.
Ætli Da Vinci hafi verið jafnvígur á báðar kjálkahliðar? Sagan segir að hann hafi verið það á hendurnar á sér.

Skrúfukjaptur

Í gær átti sú breyting á munnholi mínu sér stað, að skellt var skrúfu þangað sem einn af öftustu jöxlunum mínum átti sér fyrrum samastað. Það var þó ekki endajaxl sem fékk að víkja, enda eru þeir allir löngu horfnir á veiðilendurnar víðlendu, ef svo má segja. Nei, þessi jaxl fékk reisupassann í janúar, eftir uppsteit og aðvörun í kjölfarið. En í janúar var útséð með að þessi jaxl væri ekki lengur hæfur í starfi sínu og var dreginn öskrandi og íhaldssamur út af tveimur tannlæknum á heilum 50 mínútum. Ekki var það einungis jaxlgreyinu að kenna, heldur hinu trausta tannbeini sem af einhverjum [persónulegum] ástæðum neitaði að sleppa kauða.
En nú hefur verið fyllt upp í það skarð sem jaxlinn skildi eftir sig með manngjörðri og heldur ópersónulegri skrúfu sem verður svo krýnd seinnihluta sumars.

Og það er merkilegt hve lítil óþægingdi ég upplifði í kjölfarið af aðgerðinni, og bólgan lítil og löðurmannleg. Eins og ég var nú búin að búa mig andlega undir það versta og gott betur, sá fyrir mér að ég lægi sárkvalin uppi í rúmi allan daginn eftir aðgerðina og í dag, ófær um eitt né neitt nema þjást og vorkenna sjálfri mér. En nei, mér varð ekki kápan úr því klæðinu. Sem er vel.

laugardagur, apríl 08, 2006

19.13215 % geek

+ Geekish Tendencies................................?09%
++ Geek.............................................?15%
+++ Total Geek......................................?25%
++++ Major Geek.....................................?35%
+++++ Super Geek....................................?45%
++++++ Extreme Geek.................................?55%
+++++++ Geek God....................................?65%
+++++++! Dysfunctional Geek.........................?75%

Niðurstaða : 75% Dysfunctional Geek, skv. Geek-prófi á netinu.

Enn á ný í bænum, í þetta skiptið alveg fram að öðrum-í-páskum! Að vísu við það að játa á mig aukavinnu á mánudag og þriðjudag, en þar mun Íslendingsgenið að verki.

Ferðin heim gekk klakklaust en þó ekki alveg stresslaust. En ferðafélagalaust, og er það vel.

Mér hefur nú borist blómvöndur úr fjarlægum blómum, glitrandi og ægifagur. Að vísu bara huglægur, en fagur engu að síður.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

stormur í fjarska, stormur í glasi

Hinn margspáði síðviku-stormur Norðurlands hefur rétt aðeins kíkt í heimsókn á Skagaströnd, en ekkert til að tala um. Fært í bæinn á morgun ef veðrið helst svona. Páskafrí framundan, af hverju ég mun eyða einum morgni í tannbeinsskrúfuísetningu og nokkrum dögum í volæði og verkjum, ef svo fer sem spáð var. Svo, eftir marga, marga mánuði [þrjá til fjóra] fæ ég gervitönn ofan á skrúfuna. Mikil fjárútlát sem fylgja, en þess jaxl verður víst að koma. Svo mælti tannsi.

Spurning vikunnar (og næstu viku) :
Hvert skal verða næsta verkefni 6./7. bekkinga í smíði?

Mér hefur á síðustu dögum áskotnast nýútsprungið blóm sem vex einungis í ljósi fjarlægra stjarna, boð um draumfund við ungan mann hjá hinum rauða kristalli sem grætur bláum tárum, og dropi af fljótandi himni hins blákalda Parísarmorguns. Ekki slæmt það.